Skattaskýrsla lengdi bið eftir barni 3. desember 2010 05:00 Frá Kína Flest börn sem eru ættleidd af íslenskum foreldrum koma frá Kína. Um hundrað eru á biðlista hérlendis. mynd/getty „Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að það er óeðlilegt að ein manneskja taki ákvörðun um útgáfu allra ættleiðingarleyfa á Íslandi“, segir Vigdís Ó. Sveinsdóttir, lögfræðingur Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ), sem fór fram á það fyrr á þessu ári að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kannaði stjórnsýslu Áslaugar Þórarinsdóttur, sýslumanns í Búðardal. Tilefnið var breytt vinnulag hennar við meðferð umsókna um ættleiðingar eftir hrunið og hert eftirlit með fjárhag umsækjenda. Sýslumaður sendi umsækjendum, sem eru í endurnýjunarferli með forsamþykki til ættleiðingar, bréf fyrr á þessu ári. Þar kemur fram að hún hafi farið þess á leit við barnaverndarnefndir sveitarfélaganna að farið verði vandlega yfir núverandi eigna- og skuldastöðu umsækjenda. Sama eigi við um hugsanlegar breytingar á öðrum högum fólks, eins og hvort viðkomandi hafi enn vinnu. Ástæðan er hrunið og áhrif þess á fjárhag einstaklinga og fjölskyldna. Vigdís sendi athugasemdir til dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd ÍÆ fyrr á þessu ári. Telur ÍÆ að vinnulag sýslumanns fari í bága við helstu meginreglur stjórnsýsluréttar og beri vott um „afar bága stjórnsýsluhætti af hálfu sýslumanns.“ Í athugasemdunum kemur fram að sýslumaður óskaði eftir því við umsækjendur að þeir skiluðu skattframtali fyrir árið 2009 áður en framtalsfrestur var liðinn, og afgreiðslu umsókna var frestað á meðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta sé aðeins eitt dæmi þess að Áslaug gangi hart fram og geri kröfur sem enga stoð eigi í lögum og reglum. Hefur hún til dæmis sett það fyrir sig að umsækjendur búi í leiguhúsnæði, sem hefur tafið afgreiðslu umsóknar. Sýslumaður sendi ráðuneytinu álit sitt á málflutningi ÍÆ þegar eftir því var leitað. Í stuttu máli hafnar hún öllu sem kemur fram í erindi ÍÆ og segir það lýsa „með alvarlegum hætti bæði vankunnáttu og skorti á skilningi á þeim lögum, reglum og alþjóðlegu samningum um ættleiðingar sem sýslumanni ber að fara eftir.“ Í svarbréfi ráðuneytisins til ÍÆ segir að ekkert sé við stjórnsýsluna að athuga, hún sé bæði lögmæt og vönduð. Vigdís telur meðferð ráðuneytisins með ólíkindum og málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu ÍÆ. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
„Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að það er óeðlilegt að ein manneskja taki ákvörðun um útgáfu allra ættleiðingarleyfa á Íslandi“, segir Vigdís Ó. Sveinsdóttir, lögfræðingur Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ), sem fór fram á það fyrr á þessu ári að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kannaði stjórnsýslu Áslaugar Þórarinsdóttur, sýslumanns í Búðardal. Tilefnið var breytt vinnulag hennar við meðferð umsókna um ættleiðingar eftir hrunið og hert eftirlit með fjárhag umsækjenda. Sýslumaður sendi umsækjendum, sem eru í endurnýjunarferli með forsamþykki til ættleiðingar, bréf fyrr á þessu ári. Þar kemur fram að hún hafi farið þess á leit við barnaverndarnefndir sveitarfélaganna að farið verði vandlega yfir núverandi eigna- og skuldastöðu umsækjenda. Sama eigi við um hugsanlegar breytingar á öðrum högum fólks, eins og hvort viðkomandi hafi enn vinnu. Ástæðan er hrunið og áhrif þess á fjárhag einstaklinga og fjölskyldna. Vigdís sendi athugasemdir til dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd ÍÆ fyrr á þessu ári. Telur ÍÆ að vinnulag sýslumanns fari í bága við helstu meginreglur stjórnsýsluréttar og beri vott um „afar bága stjórnsýsluhætti af hálfu sýslumanns.“ Í athugasemdunum kemur fram að sýslumaður óskaði eftir því við umsækjendur að þeir skiluðu skattframtali fyrir árið 2009 áður en framtalsfrestur var liðinn, og afgreiðslu umsókna var frestað á meðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta sé aðeins eitt dæmi þess að Áslaug gangi hart fram og geri kröfur sem enga stoð eigi í lögum og reglum. Hefur hún til dæmis sett það fyrir sig að umsækjendur búi í leiguhúsnæði, sem hefur tafið afgreiðslu umsóknar. Sýslumaður sendi ráðuneytinu álit sitt á málflutningi ÍÆ þegar eftir því var leitað. Í stuttu máli hafnar hún öllu sem kemur fram í erindi ÍÆ og segir það lýsa „með alvarlegum hætti bæði vankunnáttu og skorti á skilningi á þeim lögum, reglum og alþjóðlegu samningum um ættleiðingar sem sýslumanni ber að fara eftir.“ Í svarbréfi ráðuneytisins til ÍÆ segir að ekkert sé við stjórnsýsluna að athuga, hún sé bæði lögmæt og vönduð. Vigdís telur meðferð ráðuneytisins með ólíkindum og málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu ÍÆ. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira