Enski boltinn

Zhirkov verður ekki seldur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yuri Zhirkov í leik með Chelsea.
Yuri Zhirkov í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Það kemur ekki til greina hjá Chelsea að selja Yuri Zhirkov frá félaginu, að sögn Carlo Ancelotti knattspyrnustjóra liðsins.

Zhirkov er í byrjunarliði Chelsea sem mætir MSK Zilina í Meistaradeild Evrópu á morgun en það verður í fyrsta sinn á leiktíðinni að hann fær sæti í byrjunarliðinu.

Hann var keyptur fyrir 18,2 milljónir punda frá CSKA Moskvu á síðustu leiktíð en var mikið frá vegna hnémeiðsla.

„Ég þarf ekki að ræða við hann um framtíðina því framtíð hans liggur hjá Chelsea," sagði Ancelotti í samtali við enska fjölmiðla. „Hann er góður leikmaður og veit að það er hörð samkeppni í svona stórum félögum. Hann þarf því að bæta sig."

„En ég held að hann muni fá tækifæri til að spila í fullt af leikjum á tímabilinu enda tökum við þátt í mörkum keppnum í ár. Allir leikmenn þurfa að vera í góðu formi og reiðubúnir til að spila."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×