Amerískar sjónvarpsstjörnur slógu í gegn í Reykjavík 30. nóvember 2010 11:00 Penn Badgley og Shawn Pyfrom nutu mikillar athygli um helgina og slegist var um myndatökur með þeim. „Þeir voru mjög kurteisir og virtust bara vera venjulegir strákar að skemmta sér," segir Hallur Dan Johansen hjá veitinga-og skemmtistaðnum Austur. Penn Badgley, stjarnan úr Gossip Girl, og Shawn Pyfrom, úr Aðþrengdum eiginkonum, ollu með nærveru sinni hálfgerðri múgæsingu meðal reykvískra stúlkna um helgina. Badgley hafði auglýst komu sína til Íslands í glanstímaritinu Us Weekly eins og Fréttablaðið greindi frá en Shawn Pyfrom hefur verið á ferðalagi um Evrópu. Starfsmaður á Vegamótum sem Fréttablaðið ræddi við sagði að fjölmargar stúlkur hefðu gert sér ferð á staðinn þegar kvissaðist út á Facebook að stjörnurnar tvær sætu þar að snæðingi á laugardeginum. Vinirnir tveir reyndust frekar matgrannir og deildu með sér hamborgara af matseðli. Ekki réðu allar stúlkurnar við þá geðshræringu sem fylgir því að vera í návist slíkra stórstjarna og þegar einni þeirra var meinað að taka mynd af sér með stjörnunum brast hún í grát, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Strákarnir fóru meðal annars með starfsliði Austur á sunnudeginum í skoðunarferð að Gullfoss og Geysi. Badgley og Pyfrom héldu aðallega til á Austur og var Pyfrom orðinn slíkur heimalingur þar að hann tók þátt í að þrífa barinn eftir lokun á föstudagskvöldinu. Hallur Dan segir þá Badgley og Pyfrom hafa notið athyglinnar frá hinu kyninu og dæmi voru um að stúlkur hafi beðið í röðinni á laugardagskvöldinu í þrjá tíma fyrir utan staðinn til þess eins að komast í tæri við þá Penn og Shawn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð ágangurinn svo mikill inná staðnum á tímabili að stjörnurnar tvær neyddust til að flýja útum bakdyr á annarri hæð Austurs og niður brunastiga en þá voru trylltir aðdáendur farnir að rífa í fötin þeirra. Til þeirra sást á B5 í einkaherberginu þar en biðröð myndaðist af stelpum sem vildu fá að taka myndir af sér með þeim. Miklir kærleikar tókust á með leikurunum tveim og starfsfólki Austurs og samkvæmt Halli Dan fóru stjörnurnar ásamt nokkrum úr starfsliðinu í skoðunarferð og kíktu á Gullfoss og Geysi og svo út að borða. Heimildir úr þeim herbúðum herma að drengirnir hafi verið himinlifandi með dvölina og ætli að koma aftur til Íslands við fyrsta tækifæri. freyrgigja@frettabladid.is kristjana@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
„Þeir voru mjög kurteisir og virtust bara vera venjulegir strákar að skemmta sér," segir Hallur Dan Johansen hjá veitinga-og skemmtistaðnum Austur. Penn Badgley, stjarnan úr Gossip Girl, og Shawn Pyfrom, úr Aðþrengdum eiginkonum, ollu með nærveru sinni hálfgerðri múgæsingu meðal reykvískra stúlkna um helgina. Badgley hafði auglýst komu sína til Íslands í glanstímaritinu Us Weekly eins og Fréttablaðið greindi frá en Shawn Pyfrom hefur verið á ferðalagi um Evrópu. Starfsmaður á Vegamótum sem Fréttablaðið ræddi við sagði að fjölmargar stúlkur hefðu gert sér ferð á staðinn þegar kvissaðist út á Facebook að stjörnurnar tvær sætu þar að snæðingi á laugardeginum. Vinirnir tveir reyndust frekar matgrannir og deildu með sér hamborgara af matseðli. Ekki réðu allar stúlkurnar við þá geðshræringu sem fylgir því að vera í návist slíkra stórstjarna og þegar einni þeirra var meinað að taka mynd af sér með stjörnunum brast hún í grát, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Strákarnir fóru meðal annars með starfsliði Austur á sunnudeginum í skoðunarferð að Gullfoss og Geysi. Badgley og Pyfrom héldu aðallega til á Austur og var Pyfrom orðinn slíkur heimalingur þar að hann tók þátt í að þrífa barinn eftir lokun á föstudagskvöldinu. Hallur Dan segir þá Badgley og Pyfrom hafa notið athyglinnar frá hinu kyninu og dæmi voru um að stúlkur hafi beðið í röðinni á laugardagskvöldinu í þrjá tíma fyrir utan staðinn til þess eins að komast í tæri við þá Penn og Shawn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð ágangurinn svo mikill inná staðnum á tímabili að stjörnurnar tvær neyddust til að flýja útum bakdyr á annarri hæð Austurs og niður brunastiga en þá voru trylltir aðdáendur farnir að rífa í fötin þeirra. Til þeirra sást á B5 í einkaherberginu þar en biðröð myndaðist af stelpum sem vildu fá að taka myndir af sér með þeim. Miklir kærleikar tókust á með leikurunum tveim og starfsfólki Austurs og samkvæmt Halli Dan fóru stjörnurnar ásamt nokkrum úr starfsliðinu í skoðunarferð og kíktu á Gullfoss og Geysi og svo út að borða. Heimildir úr þeim herbúðum herma að drengirnir hafi verið himinlifandi með dvölina og ætli að koma aftur til Íslands við fyrsta tækifæri. freyrgigja@frettabladid.is kristjana@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning