Enski boltinn

Didier Drogba og Salomon Kalou ekki með Chelsea í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba og Salomon Kalou.
Didier Drogba og Salomon Kalou. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea ætlar að gefa þeim Didier Drogba og Salomon Kalou frí í leiknum á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir að þeir séu báðir komnir til baka eftir að hafa tekið þátt í Afríkukeppni landsliða með Fílabeinsströndinni.

Þeir Didier Drogba og Salomon Kalou munu spila sinn fyrsta leik eftir Afríkuferðalagið á móti Hull á þriðjudaginn kemur.

„Didier og Kalou komu til baka í fyrradag og þeir eru báðir í fínu formi. Þeir þurfa samt nokkra daga til þess að koma sér inn í hlutina ánýjan leik og verða því ekki með á móti Burnley. Þeir munu spila Hull-leikinn," sagði Carlo Ancelotti og bætti við:

„Við viljum ekki taka neina áhættu með þá," sagði ítalski stjórinn sem hefur litla þörf fyrir að drífa Drogba inn í liðið enda hefur Chelsea skorað 17 mörk í fjórum leikjum án hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×