Fótbolti

Hollendingar ánægðir með sigurinn en ekki spilamennskuna

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Bert van Marwijk var sáttur með sigurinn gegn Japan í dag. Hollendingar spiluðu í besta falli ágætlega en þjálfaranum er alveg sama, þrjú stig eru þrjú stig. "Það væri frábært að spila alltaf fallegan fótbolta en þú þarft að kljást við andstæðing sem vill vinna þig líka. Mér fannst við spila leik sem var ekki jafn fallegur og aðrir leikir okkar undanfarið en hér er ekki auðvelt að spila. Við áttum sigurinn skilinn," sagði van Marwijk. "Þegar þú ert kominn hingað sérðu engann leik þar sem eitthvað lið á auðvelt með að vinna andstæðinginn. Þú sérð bara England og Spán," sagði van Marwijk og hefði getað bætt nánast öllum liðum inn í þessa upptalningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×