Enski boltinn

Pique: Torres of góður fyrir Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres.

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, telur það niðurlægjandi fyrir Fernando Torres að spila með Liverpool í Evrópudeildinni. Pique og Torres unnu heimsmeistaratitilinn saman í sumar.

Pique segir að Wayne Rooney og Lionel Messi muni aldrei spila í Evrópudeildinni.

„Ég talaði við Nando áður en hann framlengdi samningi sínum við Liverpool og hann sagðist vilja vinna titla með félaginu. Ef félagið fjárfestir ekki og sýnir ekki metnað til að vinna neyðist hann til að fara."

„Það er í raun niðurlægjandi fyrir Nando að spila í liði í þessum gæðaflokki. Þú ert ekki að fara að sjá Messi eða Rooney spila í Evrópudeildinni - það er því engin ástæða fyrir því að Nando eigi að spila þar."

„Hann og David Villa eru bestu sóknarmenn heims. Hann verður að vinna titla reglulega eins og hann gerir með Spáni. Liverpool hefur þegar sýnt það á þessu tímabili að liðið er ekki nægilega gott til að vinna titla," segir Pique.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×