Útrás íslenskra skálda staðreynd 1. maí 2010 03:00 Verk eftir Hallgrím Helgason, Aðalstein Ásberg og Stefán Mána eru að koma út í þýðingum á meginlandi Evrópu þessa dagana.mynd fréttablaðið/Valli Útrás íslenskra skálda er staðreynd. Forlög þeirra hér á landi eru iðin við að láta vita af framgangi sinna manna á erlendum markaði. Þannig kom barnabókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson út á finnsku fyrr í mánuðinum hjá Bokförlaget Idun í þýðingu Päivi Kumpulainen með nýjum myndskreytingum eftir finnska teiknarann Timo Koljonen. Dvergasteinn er þriðja bók Aðalsteins sem kemur út í Finnlandi, en áður hefur forlagið Idun gefið út bækur hans Brúin yfir Dimmu og Ljósin í Dimmuborg. Á finnsku hefur Dvergasteinn hlotið aðeins lengra nafn en á íslensku eða Haltia joka kadotti hohtokivensä sem þýðir Dvergurinn sem glataði gljásteini. Bókaforlagið Idun gefur út þýddar barnabækur á finnsku og sænsku. Aðalsteinn Ásberg kom fram á norrænum dögum í bænum Kuopio í síðustu viku og kynnti þá meðal annars Dvergastein, auk þess að heimsækja skóla og leikskóla þar sem hann flutti ljóð og söngva, en þar var þýðandinn Marjakaisa Matthíasson honum til fulltingis, en hún hefur auk Dimmu-bókanna þýtt bæði ljóð og söngtexta eftir hann. Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er nýkomin út í Þýskalandi og hefur fengið góðar viðtökur. Þarlendir gagnrýnendur keppast við að lofa hana í hástert og fékk bókin til að mynda fimm stjörnur í tímaritinu Stern og í stórblaðinu Frankfurter Allgemeine er hún sögð „fyndnasta og þéttasta bók Hallgríms Helgasonar til þessa". Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á tveimur vikum og annað upplag er senn á þrotum, en salan tók mikinn kipp eftir að Christine Westermann, áhrifamikill þýskur gagnrýnandi, mælti með bókinni í þætti sínum á WDR 2, og sagði: „Mann langar til að hringja í vin sinn á þriðju hverri blaðsíðu til að lesa upp fyrir hann kafla svo hann geti hlegið með manni." Tvö leikhús á þýska málsvæðinu hafa þegar falast eftir því að sviðssetja söguna og er staðfest að leiksýning byggð á bókinni verði frumsýnd í Borgarleikhúsinu í Salzburg haustið 2011. Bókin hefur einnig komið út í Danmörku og Hollandi og í vikunni kom hún út í Rússlandi. Þá er hún væntanleg í Póllandi í maí og í Noregi, Tékklandi og á Ítalíu síðar á árinu. Þá voru fregnir nýlega af velgengni Stefáns Mána á erlendri grund en skáldsaga hans, Svartur á leik, kemur út í Frakklandi innan tíðar hjá forleggjaranum Gallimard sem einnig hefur gefið út Skipið eftir sama höfund. Skipið hefur fengið frábærar viðtökur og glæsilega dóma en til stendur að prenta annað upplag af henni innan skamms. Stefán Máni er afar kátur með viðbrögðin en hann er nýkominn heim af bókmenntahátíð í Frakklandi og hefur þegar fengið óskir um að mæta á fleiri slíkar í næsta mánuði.- pbb Lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Útrás íslenskra skálda er staðreynd. Forlög þeirra hér á landi eru iðin við að láta vita af framgangi sinna manna á erlendum markaði. Þannig kom barnabókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson út á finnsku fyrr í mánuðinum hjá Bokförlaget Idun í þýðingu Päivi Kumpulainen með nýjum myndskreytingum eftir finnska teiknarann Timo Koljonen. Dvergasteinn er þriðja bók Aðalsteins sem kemur út í Finnlandi, en áður hefur forlagið Idun gefið út bækur hans Brúin yfir Dimmu og Ljósin í Dimmuborg. Á finnsku hefur Dvergasteinn hlotið aðeins lengra nafn en á íslensku eða Haltia joka kadotti hohtokivensä sem þýðir Dvergurinn sem glataði gljásteini. Bókaforlagið Idun gefur út þýddar barnabækur á finnsku og sænsku. Aðalsteinn Ásberg kom fram á norrænum dögum í bænum Kuopio í síðustu viku og kynnti þá meðal annars Dvergastein, auk þess að heimsækja skóla og leikskóla þar sem hann flutti ljóð og söngva, en þar var þýðandinn Marjakaisa Matthíasson honum til fulltingis, en hún hefur auk Dimmu-bókanna þýtt bæði ljóð og söngtexta eftir hann. Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er nýkomin út í Þýskalandi og hefur fengið góðar viðtökur. Þarlendir gagnrýnendur keppast við að lofa hana í hástert og fékk bókin til að mynda fimm stjörnur í tímaritinu Stern og í stórblaðinu Frankfurter Allgemeine er hún sögð „fyndnasta og þéttasta bók Hallgríms Helgasonar til þessa". Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á tveimur vikum og annað upplag er senn á þrotum, en salan tók mikinn kipp eftir að Christine Westermann, áhrifamikill þýskur gagnrýnandi, mælti með bókinni í þætti sínum á WDR 2, og sagði: „Mann langar til að hringja í vin sinn á þriðju hverri blaðsíðu til að lesa upp fyrir hann kafla svo hann geti hlegið með manni." Tvö leikhús á þýska málsvæðinu hafa þegar falast eftir því að sviðssetja söguna og er staðfest að leiksýning byggð á bókinni verði frumsýnd í Borgarleikhúsinu í Salzburg haustið 2011. Bókin hefur einnig komið út í Danmörku og Hollandi og í vikunni kom hún út í Rússlandi. Þá er hún væntanleg í Póllandi í maí og í Noregi, Tékklandi og á Ítalíu síðar á árinu. Þá voru fregnir nýlega af velgengni Stefáns Mána á erlendri grund en skáldsaga hans, Svartur á leik, kemur út í Frakklandi innan tíðar hjá forleggjaranum Gallimard sem einnig hefur gefið út Skipið eftir sama höfund. Skipið hefur fengið frábærar viðtökur og glæsilega dóma en til stendur að prenta annað upplag af henni innan skamms. Stefán Máni er afar kátur með viðbrögðin en hann er nýkominn heim af bókmenntahátíð í Frakklandi og hefur þegar fengið óskir um að mæta á fleiri slíkar í næsta mánuði.- pbb
Lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira