Fótbolti

Tevez vissi að hann var rangstæður og fékk samviskubit

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Carlos Tevez fann til samviskubits eftir markið sitt sem kom Argentínu á bragðið gegn Mexíkó. Argentína vann 3-1 og var Tevez greinilega rangstæður í fyrsta marki leiksins.

"Ég hélt fyrst að hann hefði ekki dæmt markið gilt en ég var ánægður og byrjaði að fagna þegar ég sá að markið stæði," sagði Tevez.

"Ég veit að ég var rangstæður og ég veit að ég var eigingjarn að segja ekkert en á meðan markið stendur og liðið hagnast er þetta svosem allt í lagi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×