Enski boltinn

West Ham nældi í þrjá framherja á lokadeginum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mido.
Mido. Nordic photos/AFP

Lítið var um stór félagaskipti á lokadegi félagsskiptagluggans á Englandi í gær en Lundúnafélagið West Ham var þó iðið við kolann og nældi sér í þrjá framherja.

West Ham keypti Suður-Afríkumanninn Benni McCarthy frá Blackburn á um það bil 2 milljónir punda en félagið fékk einnig Egyptann Mido á fjögurra mánaða láni frá Middlesbrough og Ilan Araujo Dall'Igna á sex mánaða samningi en Brasilíumaðurinn kom á frjálsri sölu frá Saint-Etienne.

Athygli vakti að David Sullivan, nýr eigandi West Ham, staðfesti í gær að hinn 26 ára gamli Ahmed Hossam Hussein Abdelhamid eða Mido eins og hann er gjarnan kallaður fær aðeins eitt þúsund pund á viku í þesssa fjóra mánuði hjá West Ham en það þykja ekki há laun í ensku úrvalsdeildinni.

Ástæðan mun vera sú að Mido sé svo mikið í mun að sanna sig á Englandi eftir heldur misheppnaða dvöl sína hjá ensku félögunum hjá Tottenham, Middlesbrough og Wigan eftir að hafa slegið í gegn með Ajax á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×