Fótbolti

Robben: Maður á að skemmta sér á HM - Myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Bert van Marwijk hrósaði Arjen Robben í hástert eftir sigur Hollendinga á Slóvökum í dag. Robben skoraði fyrra mark Hollands sem vann 2-1.

Hollendingar mæta Brasilíu í 8-liða úrslitunum.

"Þetta var frábært. Eftir meiðslin sem hann varð fyrir er magnað að hann nái að skora svona mark," sagði þjálfarinn um Robben sem var meiddur fyrir mótið og gat ekki beitt sér að fullu.

"Þetta var gaman og þegar þú ert á HM áttu að skemmta þér. Við spiluðum ekki okkar besta leik en það mikilvægasta var að komast áfram," sagði Robben sjálfur.

Myndband af marki Robben og öllum mörkum leiksins eru á Vísi, í Brot af því besta þar sem sjá má öll mörkin á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×