Enski boltinn

Tevez missir fyrirliðabandið hjá City

Elvar Geir Magnússon skrifar

Samkvæmt heimildum BBC er Roberto Mancini, stjóri Manchester City, búinn að ákveða að taka fyrirliðabandið af argentínska sóknarmanninum Carlos Tevez.

City leikur gegn Everton annað kvöld og er reiknað með því að Kolo Toure eða Vincent Kompany beri fyrirliðabandið í þeim leik, Toure er talinn líklegri.

Tevez vill losna undan samningi sínum við City sem vill þó ekki sleppa honum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×