Enski boltinn

Wenger mætti stundum líta í eigin barm

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekkert sérstaklega vinsæll hjá öðrum knattspyrnustjórum í ensku úrvalsdeildinni.

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, lék Wenger heyra það í gær og í dag er komið að Owen Coyle, stjóra Bolton.

Coyle sakar Wenger um að hafa tvöfalt siðferði vegna ummæla hans í garð Paul Robinson sem var næstum búinn að meiða Abou Diaby alvarlega.

Wenger óskaði eftir frekari vernd fyrir leikmenn sína í kj0lfarið. Coyle bendir Wenger á að leikmenn Arsenal séu nú ekki allir englar þegar kemur að tæklingum.

"Ég sendi Arsene sms eftir leikinn og baðst afsökunar á því að hafa ekki getað hitt hann eftir leikinn þar sem við urðum að ná lest. Hann sendi mér skilaboð til baka að við værum gott lið.

"Ég skil vel að menn tjái sig eftir leiki er þeirra menn meiðast. Það gerum við allir. Menn eiga samt að hafa kjark til þess að kvarta beint í andlitið á manni. Kannski vissi Arsenal að leikurinn yrði erfiður og þá er það hrós. Ef menn vilja ræða ljótar tæklingar þá má rifja upp tæklingu Gallas á Mark Davies í fyrra. Menn verða að vera sanngjarnir og einnig líta á sitt lið og í eigin barm," sagði Coyle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×