FC United vann í gær óvæntan 3-2 sigur á Rochdale í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.
FC United var stofnað árið 2005 af stuðningsmönnum Manchester United sem voru óánægðir með að Glazer-fjölskyldan hafi keypt félagið.
Liðið spilar í Evo-Stik deildinni, fjórum deildum fyrir neðan Rochdale sem leikur í ensku C-deildinni.
Það var Michael Norton sem var hetja FC United en hann skoraði sigurmark leiksins í blálokin.
FC United varð þar með fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 2. umferð keppninnar en fjölmargir bikarleikir fara fram um helgina.