Bæði lið fögnuðu í Jóhannesarborg - Þýskaland mætir Englandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2010 20:21 Þjóðverjar fagna marki Mesut Özil í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Þýskaland og Gana tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum HM í knattspyrnu þó svo að Þjóðverjar hefðu unnið Gana, 1-0, í Jóhannesarborg í kvöld. Gana komst áfram þar sem að Ástralía vann óvæntan 2-1 sigur á Serbum á sama tíma í hinum leik D-riðils. Þýskaland varð því í efsta sæti riðilsins sem þýðir að liðið mætir sínum gömlu erkifjendum frá Englandi strax í 16-liða úrslitunum á sunnudaginn klukkan 14.00. Gana varð í öðru sæti með fjögur stig, rétt eins og Ástralía, en með betra markahlutfall. Gana mætir Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum á laugardag. Staðan var enn markalaus í hálfleik í báðum leikjum. Leikirnir voru þó fjörugir og versnuðu ekki þegar mörkin bættust við í síðari hálfleik. Þjóðverjinn Mesut Özil hafði komist einn inn fyrir vörn Gana í fyrri hálfleik en lét verja frá sér. Hann bætti fyrir þetta á 60. mínútu er hann skoraði sigurmark Þýskalands með glæsilegu þrumuskoti. Skömmu eftir þetta rigndi inn mörkunum í hinum leiknum. Ástralir, sem steinláu fyrir Þjóðverjum í fyrstu umferð riðlakeppninnar, komust í 2-0 forystu gegn Serbum, sem unnu Þjóðverja í síðasta leik. Mörkin skoruðu Tim Cahill með glæsilegum skalla og svo Brett Holman með föstu skoti. Serbar náðu svo að hleypa mikilli spennu í leikinn á lokamínútum leiksins eftir að varamaðurinn Marko Pantelic færði sér mistök markvarðarins Mark Schwarzer í nyt og skoraði af stuttu færi. Serbar þurftu því aðeins að skora eitt mark í viðbót til að tryggja sig áfram en það tókst þeim ekki þrátt fyrir ágæt færi auk þess sem að þeir vildu einnig fá vítaspyrnu undir blálok leiksins. Mark Serba gerði út um vonir Ástrala sem hefðu þurft að vinna 4-0 í kvöld til að komast áfram á kostnað Gana. Bæði lið voru því heldur niðurlút í leikslok enda á leiðinni heim frá Suður-Afríku. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Þýskaland og Gana tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum HM í knattspyrnu þó svo að Þjóðverjar hefðu unnið Gana, 1-0, í Jóhannesarborg í kvöld. Gana komst áfram þar sem að Ástralía vann óvæntan 2-1 sigur á Serbum á sama tíma í hinum leik D-riðils. Þýskaland varð því í efsta sæti riðilsins sem þýðir að liðið mætir sínum gömlu erkifjendum frá Englandi strax í 16-liða úrslitunum á sunnudaginn klukkan 14.00. Gana varð í öðru sæti með fjögur stig, rétt eins og Ástralía, en með betra markahlutfall. Gana mætir Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum á laugardag. Staðan var enn markalaus í hálfleik í báðum leikjum. Leikirnir voru þó fjörugir og versnuðu ekki þegar mörkin bættust við í síðari hálfleik. Þjóðverjinn Mesut Özil hafði komist einn inn fyrir vörn Gana í fyrri hálfleik en lét verja frá sér. Hann bætti fyrir þetta á 60. mínútu er hann skoraði sigurmark Þýskalands með glæsilegu þrumuskoti. Skömmu eftir þetta rigndi inn mörkunum í hinum leiknum. Ástralir, sem steinláu fyrir Þjóðverjum í fyrstu umferð riðlakeppninnar, komust í 2-0 forystu gegn Serbum, sem unnu Þjóðverja í síðasta leik. Mörkin skoruðu Tim Cahill með glæsilegum skalla og svo Brett Holman með föstu skoti. Serbar náðu svo að hleypa mikilli spennu í leikinn á lokamínútum leiksins eftir að varamaðurinn Marko Pantelic færði sér mistök markvarðarins Mark Schwarzer í nyt og skoraði af stuttu færi. Serbar þurftu því aðeins að skora eitt mark í viðbót til að tryggja sig áfram en það tókst þeim ekki þrátt fyrir ágæt færi auk þess sem að þeir vildu einnig fá vítaspyrnu undir blálok leiksins. Mark Serba gerði út um vonir Ástrala sem hefðu þurft að vinna 4-0 í kvöld til að komast áfram á kostnað Gana. Bæði lið voru því heldur niðurlút í leikslok enda á leiðinni heim frá Suður-Afríku.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn