Söngkonan Pink á von á sínu fyrsta barni með mótorkrosskappanum Carey Hart. Söngkonan er spennt fyrir því að verða móðir og nýverið heimsótti hún leikskóla þar sem hún horfði á börnin fara með helgileik.
Pink viðurkenndi á Twitter-síðu sinni að hún hefði aldrei séð nokkuð jafn fallegt og þessa leiksýningu.
„Mér er illt í hjartanu, þetta var svo krúttlegt. Ég á eftir að verða algjör fótboltamamma, er það ekki?" skrifaði söngkonan á síðu sína.