Innlent

Þriðjungur þingmanna samþykkti listamannalaun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það voru ekki svona þétt setnir bekkirnir á Alþingi þegar frumvarp um listamannalaun var samþykkt. Mynd/ Pjetur.
Það voru ekki svona þétt setnir bekkirnir á Alþingi þegar frumvarp um listamannalaun var samþykkt. Mynd/ Pjetur.
Einungis þriðjungur þingmanna á Alþingi Íslendinga greiddi atkvæði með fjölgun listamannalauna þegar frumvarpið var samþykkt á Alþingi í morgun. Alls greiddi 21 þingmaður frumvarpinu atkvæði sitt. Níu greiddu atkvæði gegn því en 29 voru fjarstaddir við atkvæðagreiðsluna. Alls sitja 63 þingmenn á Alþingi.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeim mánaðarlaunum sem úthlutað er til starfslauna fjölgi á þriggja ára tímabili um alls 400 mánaðarlaun þannig að á árinu 2012 verði samtals 1.600 mánaðarlaun til ráðstöfunar til starfslauna og styrkja í stað 1.200 mánaðarlauna nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×