Íslenski boltinn

Umfjöllun: Fjórða sætið blasir við Fram

Framararnir Almarr Ormarsson og Daði Guiðmundsson.
Framararnir Almarr Ormarsson og Daði Guiðmundsson. Mynd/Valli

Leikurinn í Grindavík hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Fram var fyrir umferðina í fjórða sæti og Grindavík í því níunda. Fram á ekki möguleika á Evrópusæti í gegnum deildina og Grindavík er sloppið við fall. Leikur bar þess greinilega merki en eftir slakar upphafsmínútur komst Grindavík yfir með marki Gilles Mbang Ondo.

Framarar jöfnuðu fyrir hlé en bæði lið fengu fín færi til að skora fleiri mörk fyrir hlé en nýtu þau ekki.

Grindavík var meira með boltann og reyndi allt hvað liðið gat til að komast yfir á ný en Fram skoraði bæði mörk seinni hálfleiks og tryggði sér góðan sigur.

Fram er komið í bikarúrslit og á fjórða sætið næsta víst þar sem aðeins Breiðablik getur náð þeim að stigum en Fram er með sjö mörkum betri markatölu.

Grindavík hefur ekki verið sannfærandi í leik sínum upp á síðkastið og er hvað eftir annað refsað fyrir klaufagang í varnaraðgerðum sínum og enn á ný kostuðu þær liðið stig í dag.

Grindavík-Fram 1-3

1-0 Gilles Mbang Ondo ´27

1-1 Jón Guðni Fjóluson ´39

1-2 Ívar Björnsson ´70

1-3 Heiðar Geir Júlíusson (víti) ´84

Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 631

Dómari: Kristinn Jakobsson 8

Skot (á mark): 16-11 (5-7)

Varið: Óskar 4 – Hannes 4

Aukaspyrnur: 9-10

Horn: 8-6

Rangstöður: 1-3

Grindavík 4-5-1:

Óskar Pétursson 4

Ray Anthony Jónsson 4

Zoran Stamenic 5

(90. Guðmundur Egill Bergsteinsson -)

Óli Stefán Flóventsson 6

Jósef Kristinn Jósefsson 5

Scott Ramsay 7

Orri Freyr Hjaltalín 7

Jóhann Helgason 4

Tor Erik Moen 6

(64. Þórarinn Brynjar Kristjánsson 5)

Óli Baldur Bjarnason 5

(64. Sveinbjörn Jónasson 5)

Gilles Mbang Ondo 6

Fram 4-5-1:

Hannes Þór Halldórsson 5

Jón Orri Ólafsson 6

Kristján Hauksson 6

Auðun Helgason 6

*Jón Guðni Fjóluson 8 Maður leiksins

Heiðar Geir Júlíusson 6

Paul McShane 7

(62. Guðmundur Magnússon 6)

Halldór Hermann Jónsson 5

(83. Hörður Björgvin Magnússon -)

Hlynur Atli Magnússon 6

Almarr Ormarsson 6

Hjálmar Þórarinsson 5

(62 Ívar Björnsson 6)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×