Guðlaugur Þór: Hundrað milljón króna sparnaður í súginn Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar 20. september 2009 19:00 Dæmi eru um að læknar á St. Jósefsspítali fái tugi milljóna króna í árslaun fyrir hlutastörf. Læknir á spítalanum gagnrýnir Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra harðlega fyrir að loka spítalanum hægt og hljótt með því að skrúfa fyrir fé til læknisverka. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir að hundruð milljóna króna sparnaður væri farinn í súginn því eftirmaður hans hafi ekki þorað að fylgja eftir hagræðingartillögum. Sigurjón Vilbergsson sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fer yfir hvernig verið sé að skerða starfsemi spítalans. Hann segir fjármagn til læknisverka á spítalanum á þrotum og framtíð hans í algjörri upplausn. Til stóð að gera spítalann að öldrunarstofnun í tíð fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, en það vakti mikla andstöðu meðal starfsfólks. Þeim áformum var slegið á frest þegar Ögmundur Jónasson tók við niðurskurðarhnífnum af Guðlaugi en Sigurjón segir Ögmund einfaldlega nota aðra leið til að hætta starfsemi spítalans, það er með því að loka á fjármögnun læknisverka. Þannig hafi fjórtán skurðlæknum spítalans verið sagt upp rétt fyrir sumarfrí, starfsemi meltingarsjúkdómadeildar verði skert um tæp 35% á árinu sem þýði að tveir af fjórum meltingarlæknum gangi út í leit að nýrri vinnu á næstu dögum. Það þýði jafnframt að um þriðjungur af 3000 árlegum speglunum séu í uppnámi. Þar með verði ónýtt fjárfesting í tækjum og mannafla. Sigurjón spyr hvað eigi þá að gera við þá þrjá einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein að meðaltali í viku hverri og dregur í efa að Landspítalinn hafi tök á að sinna þeim og þúsundum annarra sem koma í eftirlit á St. Jósefsspítala. Nú þegar ráðningastopp sé á Landspítalanum og niðurskurðarhnífurinn eigi áreiðanlega eftir sverfa þar til stáls. Þá segir Sigurjón að síðast þegar leggja hafi átt niður starfsemi St. Jósefsspítala hafi ráðherra lofað óskertri þjónustu - nú virðist hins vegar ætlunin að leggja starfsemina niður hægt og hljótt. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Dæmi eru um að læknar á St. Jósefsspítali fái tugi milljóna króna í árslaun fyrir hlutastörf. Læknir á spítalanum gagnrýnir Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra harðlega fyrir að loka spítalanum hægt og hljótt með því að skrúfa fyrir fé til læknisverka. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir að hundruð milljóna króna sparnaður væri farinn í súginn því eftirmaður hans hafi ekki þorað að fylgja eftir hagræðingartillögum. Sigurjón Vilbergsson sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fer yfir hvernig verið sé að skerða starfsemi spítalans. Hann segir fjármagn til læknisverka á spítalanum á þrotum og framtíð hans í algjörri upplausn. Til stóð að gera spítalann að öldrunarstofnun í tíð fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, en það vakti mikla andstöðu meðal starfsfólks. Þeim áformum var slegið á frest þegar Ögmundur Jónasson tók við niðurskurðarhnífnum af Guðlaugi en Sigurjón segir Ögmund einfaldlega nota aðra leið til að hætta starfsemi spítalans, það er með því að loka á fjármögnun læknisverka. Þannig hafi fjórtán skurðlæknum spítalans verið sagt upp rétt fyrir sumarfrí, starfsemi meltingarsjúkdómadeildar verði skert um tæp 35% á árinu sem þýði að tveir af fjórum meltingarlæknum gangi út í leit að nýrri vinnu á næstu dögum. Það þýði jafnframt að um þriðjungur af 3000 árlegum speglunum séu í uppnámi. Þar með verði ónýtt fjárfesting í tækjum og mannafla. Sigurjón spyr hvað eigi þá að gera við þá þrjá einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein að meðaltali í viku hverri og dregur í efa að Landspítalinn hafi tök á að sinna þeim og þúsundum annarra sem koma í eftirlit á St. Jósefsspítala. Nú þegar ráðningastopp sé á Landspítalanum og niðurskurðarhnífurinn eigi áreiðanlega eftir sverfa þar til stáls. Þá segir Sigurjón að síðast þegar leggja hafi átt niður starfsemi St. Jósefsspítala hafi ráðherra lofað óskertri þjónustu - nú virðist hins vegar ætlunin að leggja starfsemina niður hægt og hljótt.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira