Stærstu fréttir áratugarins í knattspyrnuheiminum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. desember 2009 22:00 Þeir sem sáu Marc Vivien Foe hníga niður í beinni útsendingu gleyma því líklega aldrei. Nordicphotos/GettyImages Og áfram höldum við í upprifjun á áratuginum sem nú er að líða. Næst eru það einfaldlega stærstu fréttir eða atvik áranna. Soccernet tók saman, og lesa má nánar um málið hér. Fréttir áratugarins:2000: Galacticos tímabil Real Madrid hefst. Figo, Zidane, Ronaldo, Beckham. Óþarfi að lengja málið.2001: England vinnur Þýskaland 5-1 Já, það var Englendingur sem tók saman. Engu að síður ótrúlegar tölur og það í Þýskalandi. Owen skoraði þrennu, Gerrard og Heskey sitt hvort markið.2002: Keane sendur heim af HM Roy Keane var rekinn heim frá Asíu til Írlands af HM eftir ósætti við Mick McCarthy stjóra liðsins. Írland komst nú samt áfram en tapaði í annarri umferð fyrir Spáni eftir vítaspyrnukeppni.2003: Fráfall Marc Vivien Foe Þessi ágæti kappi lést í miðjum leik í Álfukeppninni árið 2003. Dauði hans hafði mikil áhrif á knattspyrnuheiminn. Hann lést úr hjartagalla.2004: Grikkland vinnur EM Eitt leiðinlegasta lið keppninnar fór með sigur af hólmi. Vörn er besta sóknin sagði einhver. Eftir að hafa lent í öðru sæti í riðlinum vann liðið alla þrjá leikina sína eftir það 1-0.2005: Liverpool Evrópumeistari Einhver skemmtilegasti knattspyrnuleikur síðari ára. Ótrúlegur viðsnúningur Liverpool gegn AC Milan tryggði þeim sigur eftir að hafa lent 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Liverpool jafnaði og vann í vítaspyrnukeppni.2006: Skandallinn á Ítalíu Ofanrituðum fannst Zidane og geðveikin hans í kringum úrslitaleik HM reyndar ótrúlegri atvik. En skandallinn skók Ítalíu og Juventus var meðal annars dæmt niður um deild. Dómurum var mútað og titlar Juve fyrir 2005 og 2006 voru dæmdir af félaginu. 2007: Beckham fer til Bandaríkjanna Frægasti knattspyrnumaður heims fór frá Real Madrid í sólina í Kaliforníu. Hann ætlaði að ljúka ferlinum þar en hefur reyndar farið tvisvar að láni til AC Milan þar sem hann áttaði sig á því að maður kemst ekkert í enska landsliðið ef maður spilar bara í MLS deildinni og er ekki í formi þegar stóru mótin byrja.2008: Sykurpabbinn keypti City Á meðan stærstu félög Englands skulda milljarða á Manchester City botnlausa brunna. Sjeikinn keypti City og fékk til sín Robinho og fleiri. Stefnir í að félagið verði ofarlega ef fram heldur sem horfir, félagið mun versla í janúar og er komið með Roberto Mancini í brúnna.2009: Ronaldo fór loksins til Real Einni lengstu og undir lokin leiðinlegustu sögum áratugarins lauk þegar Ronaldo skrifaði loksins undir hjá Real Madrid. Lang dýrasti leikmaður í heimi. Fótbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Og áfram höldum við í upprifjun á áratuginum sem nú er að líða. Næst eru það einfaldlega stærstu fréttir eða atvik áranna. Soccernet tók saman, og lesa má nánar um málið hér. Fréttir áratugarins:2000: Galacticos tímabil Real Madrid hefst. Figo, Zidane, Ronaldo, Beckham. Óþarfi að lengja málið.2001: England vinnur Þýskaland 5-1 Já, það var Englendingur sem tók saman. Engu að síður ótrúlegar tölur og það í Þýskalandi. Owen skoraði þrennu, Gerrard og Heskey sitt hvort markið.2002: Keane sendur heim af HM Roy Keane var rekinn heim frá Asíu til Írlands af HM eftir ósætti við Mick McCarthy stjóra liðsins. Írland komst nú samt áfram en tapaði í annarri umferð fyrir Spáni eftir vítaspyrnukeppni.2003: Fráfall Marc Vivien Foe Þessi ágæti kappi lést í miðjum leik í Álfukeppninni árið 2003. Dauði hans hafði mikil áhrif á knattspyrnuheiminn. Hann lést úr hjartagalla.2004: Grikkland vinnur EM Eitt leiðinlegasta lið keppninnar fór með sigur af hólmi. Vörn er besta sóknin sagði einhver. Eftir að hafa lent í öðru sæti í riðlinum vann liðið alla þrjá leikina sína eftir það 1-0.2005: Liverpool Evrópumeistari Einhver skemmtilegasti knattspyrnuleikur síðari ára. Ótrúlegur viðsnúningur Liverpool gegn AC Milan tryggði þeim sigur eftir að hafa lent 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Liverpool jafnaði og vann í vítaspyrnukeppni.2006: Skandallinn á Ítalíu Ofanrituðum fannst Zidane og geðveikin hans í kringum úrslitaleik HM reyndar ótrúlegri atvik. En skandallinn skók Ítalíu og Juventus var meðal annars dæmt niður um deild. Dómurum var mútað og titlar Juve fyrir 2005 og 2006 voru dæmdir af félaginu. 2007: Beckham fer til Bandaríkjanna Frægasti knattspyrnumaður heims fór frá Real Madrid í sólina í Kaliforníu. Hann ætlaði að ljúka ferlinum þar en hefur reyndar farið tvisvar að láni til AC Milan þar sem hann áttaði sig á því að maður kemst ekkert í enska landsliðið ef maður spilar bara í MLS deildinni og er ekki í formi þegar stóru mótin byrja.2008: Sykurpabbinn keypti City Á meðan stærstu félög Englands skulda milljarða á Manchester City botnlausa brunna. Sjeikinn keypti City og fékk til sín Robinho og fleiri. Stefnir í að félagið verði ofarlega ef fram heldur sem horfir, félagið mun versla í janúar og er komið með Roberto Mancini í brúnna.2009: Ronaldo fór loksins til Real Einni lengstu og undir lokin leiðinlegustu sögum áratugarins lauk þegar Ronaldo skrifaði loksins undir hjá Real Madrid. Lang dýrasti leikmaður í heimi.
Fótbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira