Enski boltinn

Ferguson vill fagna á heimavelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic Photos/Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, vill ólmur lyfta Englandsmeistaratitlinum á heimavelli á morgun. United hefur nefnilega ekki lyft bikarnum á heimavelli síðan árið 1999.

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gert ráðstafanir til að afhenda United bikarinn á Old Trafford á morgun fari svo að liðið fái stigið sem það vantar til að vinna deildina.

„Við fáum tækifæri til þess að vinna fyrir framan okkar stuðningsmenn. Það væri mjög ánægjulegt ef það gerðist," sagði Ferguson.

„Ég hef alltaf sagt hingað til að mér sé sama hvar við vinnum titla en það er óneitanlega skrítið að aðeins einn titill af tíu hafi unnist á heimavelli," sagði skoski stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×