Ásdís og Eldfuglinn 5. nóvember 2009 05:45 Tónlist Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari.mynd/SÍ Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Kremer, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. Á tónleikunum verður líka leikin Corelli-fantasían eftir Tippett, sem aldrei hefur verið flutt á Íslandi fyrr. Það var árið 1953 sem Edinborgarhátíðin pantaði verkið í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá fæðingu barokkmeistarans Corellis og útkoman er afar skemmtilegur bræðingur gamalla og nýrra tíma. Eftir hlé verður Eldfuglinn eftir Ígor Stravinskíj fluttur. Stravinskíj var eitt merkasta og frægasta tónskáld 20. aldarinnar. Eldfuglinn var fyrsta stóra verkið sem hann samdi, en hann var þá 27 ára gamall. Upphaflega var verkið ballett og þegar Eldfuglinn var frumsýndur í París varð Stravinskíj heimsfrægur á einni nóttu. Síðan samdi hann marga balletta sem líka urðu frægir, meðal annars Vorblót sem þótti svo nútímalegt að uppþot urðu þegar það var flutt í fyrsta sinn. Frægð Stravinskíjs gerði það að verkum að allir vildu starfa með honum að því að skapa ný verk; málarinn Pablo Picasso hannaði sviðsmyndir og tískudrottningin Coco Chanel gerði búninga við balletta hans. Í seinni heimsstyrjöldinni fluttist Stravinskíj til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og síðustu áratugina átti hann heima í Beverly Hills þar sem hann samdi nútímatónlist sína umkringdur kvikmyndastjörnum. Meðal annarra frægra verka eftir Stravinskíj eru Petrúska, Pulcinella og Sálmasinfónían. Að heyra Eldfuglinn á tónleikum er upplifun sem lætur engan ósnortinn. Víólukonsertinn samdi Walton á árunum 1928-29. Sir Thomas Beecham, sá goðsagnakenndi stjórnandi, hafði beðið hann um slíkt verk handa breska víólusnillingnum Lionel Tertis, sem gerði öðrum mönnum meira til að koma lágfiðlunni í flokk einleikshljóðfæra á 20. öld. En þegar til kom var Tertis ósáttur við verkið - kannski af því hann var ekki hafður með í ráðum, hugsanlega fannst honum einnig lítið koma til þeirrar frægðar sem tónskáldið hafði notið undanfarin ár - og sendi það aftur til höfundarins um hæl. Walton tók þetta afar nærri sér enda framúrskarandi lágfiðluleikarar ekki á hverju strái. Í raun kom aðeins einn annar til greina, tónskáldið Paul Hindemith sem var átta árum eldri en Walton og lék meðal annars í strengjatríói með Szymon Goldberg og Emanuel Feuermann. Það var Hindemith sem lék einleiksrulluna við frumflutninginn í Lundúnum 3. október 1929 - fyrir rétt rúmum átta áratugum. Svo öllu sé haldið til haga sá Tertis að sér síðar, lærði konsertinn og flutti hann víða um heim með góðum árangri. Hann hefur einu sinni hljómað hér á landi, í flutningi Ingvars Jónassonar í febrúar 1980. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningu á undan tónleikum hljómsveitarinnar annað kvöld. Kynningin fer fram í Safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 18 með súpu og meðlæti. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri SÍ, kynnir síðan Eldfuglinn eftir Stravinskíj í tali og tónum og fjallar einnig lítillega um verk eftir Walton og Tippett sem einnig eru á efnisskránni.pbb@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Kremer, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. Á tónleikunum verður líka leikin Corelli-fantasían eftir Tippett, sem aldrei hefur verið flutt á Íslandi fyrr. Það var árið 1953 sem Edinborgarhátíðin pantaði verkið í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá fæðingu barokkmeistarans Corellis og útkoman er afar skemmtilegur bræðingur gamalla og nýrra tíma. Eftir hlé verður Eldfuglinn eftir Ígor Stravinskíj fluttur. Stravinskíj var eitt merkasta og frægasta tónskáld 20. aldarinnar. Eldfuglinn var fyrsta stóra verkið sem hann samdi, en hann var þá 27 ára gamall. Upphaflega var verkið ballett og þegar Eldfuglinn var frumsýndur í París varð Stravinskíj heimsfrægur á einni nóttu. Síðan samdi hann marga balletta sem líka urðu frægir, meðal annars Vorblót sem þótti svo nútímalegt að uppþot urðu þegar það var flutt í fyrsta sinn. Frægð Stravinskíjs gerði það að verkum að allir vildu starfa með honum að því að skapa ný verk; málarinn Pablo Picasso hannaði sviðsmyndir og tískudrottningin Coco Chanel gerði búninga við balletta hans. Í seinni heimsstyrjöldinni fluttist Stravinskíj til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og síðustu áratugina átti hann heima í Beverly Hills þar sem hann samdi nútímatónlist sína umkringdur kvikmyndastjörnum. Meðal annarra frægra verka eftir Stravinskíj eru Petrúska, Pulcinella og Sálmasinfónían. Að heyra Eldfuglinn á tónleikum er upplifun sem lætur engan ósnortinn. Víólukonsertinn samdi Walton á árunum 1928-29. Sir Thomas Beecham, sá goðsagnakenndi stjórnandi, hafði beðið hann um slíkt verk handa breska víólusnillingnum Lionel Tertis, sem gerði öðrum mönnum meira til að koma lágfiðlunni í flokk einleikshljóðfæra á 20. öld. En þegar til kom var Tertis ósáttur við verkið - kannski af því hann var ekki hafður með í ráðum, hugsanlega fannst honum einnig lítið koma til þeirrar frægðar sem tónskáldið hafði notið undanfarin ár - og sendi það aftur til höfundarins um hæl. Walton tók þetta afar nærri sér enda framúrskarandi lágfiðluleikarar ekki á hverju strái. Í raun kom aðeins einn annar til greina, tónskáldið Paul Hindemith sem var átta árum eldri en Walton og lék meðal annars í strengjatríói með Szymon Goldberg og Emanuel Feuermann. Það var Hindemith sem lék einleiksrulluna við frumflutninginn í Lundúnum 3. október 1929 - fyrir rétt rúmum átta áratugum. Svo öllu sé haldið til haga sá Tertis að sér síðar, lærði konsertinn og flutti hann víða um heim með góðum árangri. Hann hefur einu sinni hljómað hér á landi, í flutningi Ingvars Jónassonar í febrúar 1980. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningu á undan tónleikum hljómsveitarinnar annað kvöld. Kynningin fer fram í Safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 18 með súpu og meðlæti. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri SÍ, kynnir síðan Eldfuglinn eftir Stravinskíj í tali og tónum og fjallar einnig lítillega um verk eftir Walton og Tippett sem einnig eru á efnisskránni.pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira