Ásdís og Eldfuglinn 5. nóvember 2009 05:45 Tónlist Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari.mynd/SÍ Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Kremer, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. Á tónleikunum verður líka leikin Corelli-fantasían eftir Tippett, sem aldrei hefur verið flutt á Íslandi fyrr. Það var árið 1953 sem Edinborgarhátíðin pantaði verkið í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá fæðingu barokkmeistarans Corellis og útkoman er afar skemmtilegur bræðingur gamalla og nýrra tíma. Eftir hlé verður Eldfuglinn eftir Ígor Stravinskíj fluttur. Stravinskíj var eitt merkasta og frægasta tónskáld 20. aldarinnar. Eldfuglinn var fyrsta stóra verkið sem hann samdi, en hann var þá 27 ára gamall. Upphaflega var verkið ballett og þegar Eldfuglinn var frumsýndur í París varð Stravinskíj heimsfrægur á einni nóttu. Síðan samdi hann marga balletta sem líka urðu frægir, meðal annars Vorblót sem þótti svo nútímalegt að uppþot urðu þegar það var flutt í fyrsta sinn. Frægð Stravinskíjs gerði það að verkum að allir vildu starfa með honum að því að skapa ný verk; málarinn Pablo Picasso hannaði sviðsmyndir og tískudrottningin Coco Chanel gerði búninga við balletta hans. Í seinni heimsstyrjöldinni fluttist Stravinskíj til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og síðustu áratugina átti hann heima í Beverly Hills þar sem hann samdi nútímatónlist sína umkringdur kvikmyndastjörnum. Meðal annarra frægra verka eftir Stravinskíj eru Petrúska, Pulcinella og Sálmasinfónían. Að heyra Eldfuglinn á tónleikum er upplifun sem lætur engan ósnortinn. Víólukonsertinn samdi Walton á árunum 1928-29. Sir Thomas Beecham, sá goðsagnakenndi stjórnandi, hafði beðið hann um slíkt verk handa breska víólusnillingnum Lionel Tertis, sem gerði öðrum mönnum meira til að koma lágfiðlunni í flokk einleikshljóðfæra á 20. öld. En þegar til kom var Tertis ósáttur við verkið - kannski af því hann var ekki hafður með í ráðum, hugsanlega fannst honum einnig lítið koma til þeirrar frægðar sem tónskáldið hafði notið undanfarin ár - og sendi það aftur til höfundarins um hæl. Walton tók þetta afar nærri sér enda framúrskarandi lágfiðluleikarar ekki á hverju strái. Í raun kom aðeins einn annar til greina, tónskáldið Paul Hindemith sem var átta árum eldri en Walton og lék meðal annars í strengjatríói með Szymon Goldberg og Emanuel Feuermann. Það var Hindemith sem lék einleiksrulluna við frumflutninginn í Lundúnum 3. október 1929 - fyrir rétt rúmum átta áratugum. Svo öllu sé haldið til haga sá Tertis að sér síðar, lærði konsertinn og flutti hann víða um heim með góðum árangri. Hann hefur einu sinni hljómað hér á landi, í flutningi Ingvars Jónassonar í febrúar 1980. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningu á undan tónleikum hljómsveitarinnar annað kvöld. Kynningin fer fram í Safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 18 með súpu og meðlæti. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri SÍ, kynnir síðan Eldfuglinn eftir Stravinskíj í tali og tónum og fjallar einnig lítillega um verk eftir Walton og Tippett sem einnig eru á efnisskránni.pbb@frettabladid.is Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Kremer, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. Á tónleikunum verður líka leikin Corelli-fantasían eftir Tippett, sem aldrei hefur verið flutt á Íslandi fyrr. Það var árið 1953 sem Edinborgarhátíðin pantaði verkið í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá fæðingu barokkmeistarans Corellis og útkoman er afar skemmtilegur bræðingur gamalla og nýrra tíma. Eftir hlé verður Eldfuglinn eftir Ígor Stravinskíj fluttur. Stravinskíj var eitt merkasta og frægasta tónskáld 20. aldarinnar. Eldfuglinn var fyrsta stóra verkið sem hann samdi, en hann var þá 27 ára gamall. Upphaflega var verkið ballett og þegar Eldfuglinn var frumsýndur í París varð Stravinskíj heimsfrægur á einni nóttu. Síðan samdi hann marga balletta sem líka urðu frægir, meðal annars Vorblót sem þótti svo nútímalegt að uppþot urðu þegar það var flutt í fyrsta sinn. Frægð Stravinskíjs gerði það að verkum að allir vildu starfa með honum að því að skapa ný verk; málarinn Pablo Picasso hannaði sviðsmyndir og tískudrottningin Coco Chanel gerði búninga við balletta hans. Í seinni heimsstyrjöldinni fluttist Stravinskíj til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og síðustu áratugina átti hann heima í Beverly Hills þar sem hann samdi nútímatónlist sína umkringdur kvikmyndastjörnum. Meðal annarra frægra verka eftir Stravinskíj eru Petrúska, Pulcinella og Sálmasinfónían. Að heyra Eldfuglinn á tónleikum er upplifun sem lætur engan ósnortinn. Víólukonsertinn samdi Walton á árunum 1928-29. Sir Thomas Beecham, sá goðsagnakenndi stjórnandi, hafði beðið hann um slíkt verk handa breska víólusnillingnum Lionel Tertis, sem gerði öðrum mönnum meira til að koma lágfiðlunni í flokk einleikshljóðfæra á 20. öld. En þegar til kom var Tertis ósáttur við verkið - kannski af því hann var ekki hafður með í ráðum, hugsanlega fannst honum einnig lítið koma til þeirrar frægðar sem tónskáldið hafði notið undanfarin ár - og sendi það aftur til höfundarins um hæl. Walton tók þetta afar nærri sér enda framúrskarandi lágfiðluleikarar ekki á hverju strái. Í raun kom aðeins einn annar til greina, tónskáldið Paul Hindemith sem var átta árum eldri en Walton og lék meðal annars í strengjatríói með Szymon Goldberg og Emanuel Feuermann. Það var Hindemith sem lék einleiksrulluna við frumflutninginn í Lundúnum 3. október 1929 - fyrir rétt rúmum átta áratugum. Svo öllu sé haldið til haga sá Tertis að sér síðar, lærði konsertinn og flutti hann víða um heim með góðum árangri. Hann hefur einu sinni hljómað hér á landi, í flutningi Ingvars Jónassonar í febrúar 1980. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningu á undan tónleikum hljómsveitarinnar annað kvöld. Kynningin fer fram í Safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 18 með súpu og meðlæti. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri SÍ, kynnir síðan Eldfuglinn eftir Stravinskíj í tali og tónum og fjallar einnig lítillega um verk eftir Walton og Tippett sem einnig eru á efnisskránni.pbb@frettabladid.is
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira