Enski boltinn

Benitez var að hugsa um að bjóða Owen samning

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur viðurkennt að hafa vellt alvarlega fyrir sér að bjóða Michael Owen samning á Anfield en hafi hætt við þegar hann áttaði sig á því að framherjinn myndi aldrei vera byrjunarliðsmaður hjá sér.

Hinn 29 ára gamli Owen lék sem kunnugt er í átta tímabil með Liverpool á sínum tíma og skoraði þá 158 mörk í öllum keppnum með félaginu en Benitez telur að Liverpool sé nógu vel mannað í framherjastöðunni.

„Við höfðum samband við nokkra aðila varðandi mögulegt samningsboð til Owen en hættum við á endanum. Þegar þú ert vilt spila Torres og Gerrard saman í þessarri stöðu þá er ekki pláss fyrir aðra. Þar að auki verðum við með Kuyt, Babel, Ngog og Voronin á næsta keppnistímabili og erum því vel mannaðir fram á við," er haft eftir Benitez í viðtali við The People.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×