Innlent

Húseigandi á Álftanesi: Hef engu að tapa

Maðurinn sem fyrr í dag gjöreyðilagði íbúðarhús sitt á Álftanesi sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa neinu að tapa. Maðurinn fékk kvikmyndafyrirtæki til að taka upp niðurrifið.

 

Maðurinn, sem er á sextugsaldri, segist hafa misst húsið á uppboði skömmu eftir bankahrunið. Lánin sem voru á húsinu voru í erlendri mynt og sá hann sér ekki fært að halda því. Hann hafi reynt að semja við bankann en ekkert verið hlustað á hann.

 

Fyrir skömmu hafi honum svo verið birt útburðartilkynning frá sýslumanni. Hann hefði engu lengur að tapa og því hafi hann farið og eyðilagt húsið. Það skipti hann ekki máli hvort hann fari á hausinn vegna sextíu milljón króna skuldar eða hundrað og tuttgu. Með því að eyðileggja húsið vildi hann líka vekja athygli á hvað veikur réttur hans er.

 

Húsið stendur við Hólmatún og var byggt árið 2003.








Tengdar fréttir

Missti húsið til bankans og stórskemmdi það

Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina og fékk félaga sinn til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×