Enski boltinn

Bellamy ekki á förum frá City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Craig Bellamy segir að það sé ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann vilji fara frá Man. City í kjölfar þess að félagið ákvað að reka Mark Hughes og ráða Roberto Mancini í staðinn.

„Ég vil vera hérna áfram og ætla mér að vera hérna," sagði Bellamy.

„Ég er skuldbundinn þessu félagi. Ég keypti þá hugmynd hvert þetta félag ætlar sér og vil vera hluti af því. Ég hef ekkert á móti Mancini. Það er ekki honum að kenna að hann sé hér. Það sem gerðist fyrir Mark Hughes hefur ekkert með hann að gera.

„Ég vona að Mancini verði hér lengi því við þurfum á stöðugleika að halda ef við ætlum að vinna einhverja titla. Vonandi verður hann hér í nokkur ár og ég mun gefa allt sem ég á svo við getum unnið titla undir hans stjórn," sagði Walesverjinn skapstóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×