Innlent

Tveir stútar á Akureyri

Tveir einstaklingar voru teknir á Akureyri grunaðir um ölvunarakstur. Mennirnir voru stöðvaðir í hefðbundnu eftirliti þegar upp um þá komst.

Þeir mega búast við ökuleyfissviptingu og sektum vegna ölvunarakstursins. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur ölvunarakstur farið minnkandi þar í bæ og telja þeir þróunina jákvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×