Enski boltinn

Ferdinand og Evra byrja hjá United

AFP

Sir Alex Ferguson hefur staðfest að varnarmennirnir Rio Ferdinand og Patrice Evra verði í byrjunarliði Manchester United í leiknum gegn Arsenal í meistaradeildinni annað kvöld.

Báðir hafa þeir lítið æft undanfarna daga vegna meiðsla en eru nú klárir í slaginn. Varnarmaðurinn Wes Brown æfði ekki með United í dag en hann gæti komið til greina á varamannabekkinn annað kvöld.

"Ég hafði mestar áhyggjur af Ferdinand. Maður fer að hafa áhyggjur þegar menn spýta blóði, en sem betur fer kostar það hann ekki fleiri leiki," sagði Ferguson á blaðamannafundi í dag.

Leikurinn annað kvöld verður á heimavelli Arsenal, en United vann fyrri leikinn 1-0 á Old Trafford með marki varnarmannsins John O´Shea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×