Enski boltinn

Stóru leikirnir skiptu United ekki máli

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Alex Ferguson fagnar.
Alex Ferguson fagnar. Nordicphotos/GettyImages
Það eru ekki alltaf stóru leikirnir sem skipta máli í deildinni. Það hefur Manchester United sannað.

Á tímabilinu hefur það unnið alla leiki gegn félögunum í 9. sæti og neðar í deildinni, nema einn. Sá var gegn Newcastle og endaði með jafntefli.

Gegn „stóru fjóru" félögunum svokölluðu hefur United „aðeins" fengið 4 stig gegn Chelsea, 1 gegn Arsenal sem komu í dag, en ekkert á móti Liverpool.

Félagið frá Bítlaborginni hefur aftur á móti brennt sig á því að vinna ekki „minni" félögin í deildinni og varð það því að falli á þessu tímabili.

United fékk því 20 stig gegn liðunum í 2. til 8. sæti en 64 stig gegn liðunum í 9. sæti og neðar.

Stig United gegn öðrum félögum, raðað eftir sæti í deildinni:

2. Liverpool - 0 stig

3. Chelsea - 4 stig

4. Arsenal - 1 stig

5. Aston Villa - 4 stig

6. Everton - 4 stig

7. Fulham - 3 stig

8. Tottenham - 4 stig

___________________

9. West Ham - 6 stig

10. Manchester City - 6 stig

11. Wigan - 6 stig

12. Stoke - 6 stig

13. Bolton - 6 stig

14. Blackburn - 6 stig

15. Portsmouth - 6 stig

16. Sunderland - 6 stig

17. Newcastle - 4 stig

18. Hull - 3 stig (Man. Utd mætir Hull í lokaumferðinni)

19. Middlesbrough - 6 stig

20. WBA - 6 stig








Fleiri fréttir

Sjá meira


×