Fótbolti

Mancini stýrir hugsanlega Nígeríu á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ítalinn Roberto Mancini er nú sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Nígeríu fyrir HM sem fram fer næsta sumar.

Ítalskir fjölmiðlar fullyrða að nígeríska knattspyrnusambandið sé búið að bjóða Mancini starfið. Sjálfur hefur Mancini ekkert viljað tjá sig um málið.

Landslið Nígeríu er ekki eina starfið sem hinn atvinnulausi Mancini er orðaður við því hann hefur á síðustu vikum verið orðaður við Real Madrid, Man. City, Rússland og Notts County.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×