Innlent

Stál í stál í þinginu

Átökin á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðu á Alþingi hafa harðnað, en samkomulag um hið umdeilda stjórnarskrármál náðist ekki í dag. Stál í stál, segir forseti Alþingis.

Andrúmsloftið á Alþingi er spennuþrungið, enda vilja þingmenn komast í snarpa kosningabaráttu, nú þegar aðeins 9 dagar eru til kosninga. Sérnefnd um stjórnarskrármálið umdeilda fundaði í tvígang í dag og átti að reyna til þrautar að ná samkomulagi um ágreiningsatriði.

Lúðvík Bergvinsson, formaður nefndarinnar, segir Sjálfstæðismenn hafa komið með breytingatillögur, annars vegar varðandi breytingar á stjórnarskrá og hins vegar um að auðlindir skuli ekki vera í þjóðareign. Heitar umræður voru um málið síðdegis.

Stjórnarskrármálið fer aftur til annarrar umræðu, reynt að klára hana og setja síðan 2 til 3 önnur stór mál á dagskrá, þar á meðal heimild til samninga um álver í Helguvík, sem meirihluti er fyrir á þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×