Enski boltinn

Aston Villa getur náð risa-fernunni á móti Arsenal í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Agbonlahor skoraði sigurmarkið á móti Manchester United.
Gabriel Agbonlahor skoraði sigurmarkið á móti Manchester United. Mynd/AFP

Aston Villa getur náð merkilegri fernu þegar liðið sækir Arsenal heim á Emirates-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lærisveinar Martin O'Neill hafa þegar unnið Liverpool, Chelsea og Manchester United á þessu tímabili og eiga því möguleika á að loka hringnum og ná því að vinna öll fjögur risafélögin í einum rykk.

Aston Villa er þegar búið að bæta árangur sinn í fyrra á móti risafélögunum en liðið vann þá aðeins einn af átta leikjum sínum og hlaut samtals 6 stig á móti Arsenal, Liverpool, Chelsea og Manchester United. Aston Villa er komið með 3 sigra og 9 stig á móti risafélögunum á þessu tímabili.

Leikir Aston Villa á móti fjórum efstu liðunum 2009-10

24. ágúst Liverpool (úti) 3-1 sigur

17. október Chelsea (heima) 2-1 sigur

12. desember Manchester United (úti) 1-0 sigur

27. desember Arsenal (úti) Klukkan 13.30 í dag

Leikir Aston Villa á móti fjórum efstu liðunum 2008-09

Liverpool (heima) 0-0 jafntefli

Chelsea(úti) 0-2 tap

Arsenal (úti) 2-0 sigur

Arsenal (heima) 2-2 jafntefli

Chelsea (heima) 0-1 tap

Manchester United (heima) 0-0 jafntefli

Liverpool (úti) 0-5 tap

Manchester United (úti) 2-3 tap

Samantekt: 8 leikir, 1 sigur, 3 jafntefli, 4 töp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×