Enski boltinn

Rooney vill halda Tevez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er samstaða meðal leikmanna United.
Það er samstaða meðal leikmanna United. Nordic Photos/Getty Images

Það er alveg ljóst hvað leikmenn Man. Utd vilja að forráðamenn félagsins geri í Tevez-málinu. Þeir vilja halda honum og nú síðast var Wayne Rooney að hvetja forráðamennina til þess ganga frá kaupum á Argentínumanninum.

Málið verður aftur á móti sífellt snúnara. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagði eftir sigurinn á Wigan að viðræður hefðu farið fram en því hafnaði talsmaður eigenda Tevez. Það er því augljóslega nokkuð í land í málinu.

Sjálfur hefur Tevez sagt að hann vilji vera áfram en hefur þó viðurkennt að líklega verði hann að spila með öðru liði á næstu leiktíð.

„Carlos er heimsklassaleikmaður og maður vill hafa slíka leikmenn á Old Trafford. Hann hefur svo mikla orku og svo hefur hann skorað mikilvæg mörk. Hann leggur sig alltaf mikið fram og vonandi verður hann áfram með okkur," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×