Sport

Mikið testosteron í líkama Semenya

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Semenya er kröftug kona.
Semenya er kröftug kona.

Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns.

Semenya hefur verið gert að gangast undir kynpróf en þessi útkoma sýnir að hún er talsvert meiri karlmaður en flestar konur.

Hátt magn hormónsins þarf ekki alltaf samt að þýða að viðkomandi hafi fallið á lyfjaprófi.

Engu að síður munu þessar niðurstöður ýta frekari stoðum undir þær raddir að Semenya sé karlmaður en ekki kvenmaður.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.