Enski boltinn

Óvíst hvert Pavlyuchenko fer

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er alls ekkert víst að Rússinn Roman Pavlyuchenko fari til Roma í janúar eftir því sem umboðsmaður leikmannsins segir.

Pavlyuchenko hefur lengi verið orðaður við ítalska félagið og áttu margir von á því að hann færi þangað strax í janúar.

„Erum við búnir að ræða við Roma? Já, en það var aðeins í gegnum síma. Það sem kemur til greina er Roma, Zenit, Arsenal og Spartak Moskva," sagði umbinn.

„Við erum ekki ánægðir með stöðuna hjá Spurs og við viljum komast þaðan í janúar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×