Enski boltinn

Beattie biðst afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

James Beattie, framherji Stoke, hefur beðið stjórann, Tony Pulis, afsökunar en þeim lenti harkalega saman um helgina.

Hermt var að þeir hefðu slegist er Pulis tilkynnti leikmönnum að þeir þyrftu að æfa á mánudegi eftir tapið gegn Arsenal.

Leikmenn Stoke voru búnir að plana jólagleði í London og vildu því fá frí á mánudegi enda tekur góð jólagleði vel í.

Æfingin fór fram og á fundi eftir æfinguna baðst Beattie afsökunar á hegðun sinn.

Hann verður því væntanlega í liði Stoke um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×