Fótbolti

Roberto Carlos er á heimleið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Carlos í leik með Fenerbahçe.
Roberto Carlos í leik með Fenerbahçe. Mynd/AFP
Það er ekki lengur inn í myndinni hjá Brasilíumanninum Roberto Carlos að snú aftur til Real Madrid því bakvörðurinn er á leið heim til Brasilíu þar sem hann ætlar að enda ferillinn sinn.

Roberto Carlos hættir að spila með tyrkneska liðinu Fenerbahçe um áramótin en hann á enn eftir að ákveða sig með hvaða liði hann spilar í brasilísku deildinni. Tvö félög koma enn til greina, Santos eða Corinthians.

„Evrópuhringnum mínum er lokið og ég sagði Christoph Daum þjálfara að ég færi frá liðinu í vetur," sagði Roberto Carlos en hann hefur leikið í fjórtán ár í Evrópu.

„Konan mín er ófrísk og ég vil eyða meiri tíma með fjölskyldunni," sagði þessi 26 ára örvfætti leikmaður sem var löngum talinn vera besti vinstri bakvörður heims.

„Eins og staðan er núna er helmingslíkur á því að ég fari til Santos og helmingslíkur á því að ég fari til Corinthians. Ég verð vonandi búinn að taka þessa ákvörðun fljótlega í næstu viku," sagði Carlos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×