Enski boltinn

Behrami staðfestir meiðslin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valon Behrami eftir að hann meiddist um helgina.
Valon Behrami eftir að hann meiddist um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Valon Behrami hefur staðfest að hann muni ekki spila meira með West Ham á tímabilinu vegna meiðsla.

Behrami var borinn af velli í leik West Ham og Manchester City um helgina eftir að hann sneri upp á bæði ökkla og hné. Enn er óvitað hversu alvarleg meiðslin eru en þó er ljóst að hann er óbrotinn.

Behrami á þó von á því að tímabilinu sé lokið hvað hann varðar.

„Tímabilið er búið. Ég þarf nú að bíða í tvo sólarhringa áður en ég fæ að vita hvort ég þurfi að fara í uppskurð vegna krossbandsslita. Þetta er slæmt - mjög slæmt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×