Enski boltinn

Wenger útskýrir af hverju hann fór ekki til Real

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að það hafi verið afar freistandi þegar Real Madrid reyndi að lokka hann frá Arsenal síðasta sumar.

Wenger viðurkennir að vera veikur fyrir spænska félaginu en á endanum segist hann ekki hafa getað yfirgefið Arsenal þar sem hann sé skuldbundinn leikmönnum félagsins.

„Ég studdi Real þegar ég var ungur. Þá horfði ég á mennina í hvítu búningunum vinna allt sem hægt var að vinna og að sjálfsögðu hefur maður áhuga á slíku félagi. Ég hef aftur á móti samning við ungu mennina hjá Arsnal og ég vil ná árangri með þeim," sagði Wenger.

„Ég áttaði mig einnig á því hvað væri mikilvægt við starfið mitt: frelsið. Hjá Arsenal hef ég frelsi til þess að vinna mína vinnu. Ég hefði fengið betri laun hjá Real en ég hef það samt gott hjá Arsenal. Á mínum aldri skipta peningar ekki öllu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×