Innlent

Icesave ekki afgreitt úr nefnd í dag

Seðlabankastjóinn var kallaður á fund fjárlaganefndar Alþingis vegna Icesave-umræðunnar.
Seðlabankastjóinn var kallaður á fund fjárlaganefndar Alþingis vegna Icesave-umræðunnar.

Ekki stendur til að afgreiða Icesave málið úr fjárlaganefnd í dag. Nefndin situr nú á fundi og ræðir hvers konar fyrirvara er hægt að setja við frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans.

Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, sagði við fréttastofu í morgun, að nefndin myndi ekki afgreiða málið frá sér fyrr en þingflokkar hefðu farið yfir tillögu nefndarinnar. Þingflokksfundir verði síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×