Innlent

Skattsvikari sektaður um 120 milljónir

Karlmaður á fimmtugsaldri, Sverrir Pétur Pétursson, hefur verið dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að skjóta 60 milljónum króna undan skatti á tveggja ára tímabili. Honum er gert að greiða 120 milljóna sekt í ríkissjóð.

Sverrir, sem er málarameistari, bar að hann hefði skilað öllum virðisaukaskattskýrslum eftir að rannsókn málsins hófst, en gögn málsins bera það hins vegar ekki með sér, að því er segir í dómi. Sverrir hefur ekki áður gerst sekur um lögbrot. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×