Fótbolti

Eggert skoraði í sigri Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images

Eggert Gunnþór Jónsson skoraði fyrra mark Hearts er liðið vann 2-1 sigur á Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Eggert skoraði með laglegu skoti á 66. mínútu leiksins en Hearts er eftir sigurinn í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig.

Falkirk tapaði fyrir Hibernian, 2-0, og er því enn á botni deildarinnar með átta stig. Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Falkirk í dag.

Annars voru óvænt úrslit í deildinni í dag þegar að Aberdeen vann 1-0 sigur á Rangers. Celtic vann St. Mirren, 3-1, og komst þar með á topp deildarinnar á kostnað Rangers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×