Lífið

Misnotaði lyfseðilsskyld lyf

Leikkonan lést á sunnudagsmorgun, aðeins 32 ára gömul. Talið er að hún hafi misnotað lyfseðilsskyld lyf.
Leikkonan lést á sunnudagsmorgun, aðeins 32 ára gömul. Talið er að hún hafi misnotað lyfseðilsskyld lyf.

Leikkonan Brittany Murphy hafði tekið lyfseðilsskyld lyf við flensueinkennum í nokkra daga áður en hún lést úr hjartaáfalli á sunnudaginn. Fjölmörg slík lyf fundust á heimili hennar. Hún byrjaði að kasta upp snemma á sunnudagsmorgninum og sagði hún meðlimum úr fjölskyldu sinni að sér liði mjög illa. Murphy hneig síðan niður á baðherbergi sínu og var í framhaldinu flutt á sjúkrahús. Þar var þrívegis reynt að lífga hana við en án árangurs.

Kunningjar leikkonunnar halda því fram að hún hafi lengi verið háð verkjalyfjum, þar á meðal hinu sterka lyfi Vicodin sem Michael Jackson misnotaði áður en hann dó. Lyfjanotkunin tengdist sársaukafullum lýtaaðgerðum sem hún hafði gengist undir. „Við óttuðumst að eitthvað þessu líkt gæti gerst. Brittany lifði á brúninni. Hún átti tvímælalaust við lyfjavandamál að stríða og við grátbáðum hana öll um að leita sér hjálpar. Því miður töluðum við fyrir daufum eyrum,“ sagði einn kunninginn. Fjölmiðlar höfðu áður sakað Murphy um kókaínnotkun og að hafa þjáðst af átröskun en hún neitaði ávallt þeim orðrómi.

Krufning verður gerð á líki Murphy þrátt fyrir ósk eiginmanns hennar Simons Monjack um að það verði ekki gert. Þá verður væntanlega fengið úr því skorið hvernig stóð á því að hún lést aðeins 32 ára gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×