Innlent

Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans

Hallur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavík í þingkosningunum í vor. Hann gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og er til að mynda varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Hallur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavík í þingkosningunum í vor. Hann gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og er til að mynda varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Mynd/Róbert

Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Hallur segir að ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að Magnús hafði samband við hluthafa í Actavis og Össuri með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan viðskiptaaðila með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum og því vann Magnús gegn markmiðum bankans.

„Mér þykir miður að vinur minn hagfræðingurinn Magnús Árni hafi sýnt þetta dómgreindarleysi og gert þessi mistök. Ég hef hvatt hann til þess að segja af sér vegna málsins - sem mér þykir einnig miður - því ég batt miklar vonir við hann í bankaráði Seðlabankans vegna góðrar þekkingar hans og reynslu," segir Hallur í pistli á vefsíðu sinni.

Hallur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavík í þingkosningunum í vor. Hann gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og er til að mynda varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

Hallur segir að ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. „Við skulum halda því til haga að Magnús Árni er nýgenginn í Framsóknarflokkinn eftir áratugastarf innan Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarmenn í Reykjavík höfnuðu því að Magnús Árni tæki annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins - nýgenginn úr Sjálfstæðisflokknum."

Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, vegna málsins, en hann er staddur erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×