Enski boltinn

Neville: Chelsea á að hætta þessu væli um Afríkukeppnina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fjölskyldumaðurinn Neville.
Fjölskyldumaðurinn Neville. Nordic Photos/Getty Images

Gary Neville, varnarmaður Man. Utd, er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum og hann er ekki hrifinn af sífelldu væli Chelsea-manna vegna Afríkukeppninnar.

„Chelsea vissi vel er það fékk þessa leikmenn að þeir myndu reglulega hverfa í þessa keppni. Þeir geta því ekki verið að kvarta yfir þessu," sagði Neville ákveðinn.

„Chelsea missir menn eins og Drogba og Essien en ég geri ekki ráð fyrir að það hafi áhrif á gengi liðsins. Þeir missa mennina aðeins í 3-4 leiki. Við höfum misst 7 leikmenn vegna meiðsla bara í þessum mánuði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×