Innlent

Reynir ritstjóri í Hæstarétti: Braut áfengislög

Reynir Traustason
Reynir Traustason
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem dæmdur var til fjársektar vegna brota á áfenigislögum. Þrjár áfengisauglýsingar birtust í tímaritinu Mannlíf og fylgiriti þess undir ritstjórn Reynis sem hélt því fram að ekki hefði verið um auglýsingar að ræða, heldur umfjallanir um áfengi. Hæstiréttur var hinsvegar ekki á því máli.

Ríkissaksóknari skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 2. júlí 2008, en sú áfrýjunarstefna var afturkölluð og var málinu áfrýjað öðru sinni 19. nóvember 2008 að fengnu áfrýjunarleyfi, allt í samræmi við yfirlýsingu Reynis um áfrýjun en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða en refsing hans þyngd.

Um er að ræða auglýsingar fyrir Chivas viskí, Beefeater gin og Ballantine´s viskí.

Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms en þar var Reynir dæmdur til þess að greiða 500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs. Einnig segir í dómsorði að Reynir skuli greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 300.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×