Íslenski boltinn

Leikur ÍBV og Fylkis færður vegna slæmrar veðurspár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamaðurinn Andri Ólafsson og Fylkismaðurinn Albert Ingason eigast við í fyrri leik liðanna.
Eyjamaðurinn Andri Ólafsson og Fylkismaðurinn Albert Ingason eigast við í fyrri leik liðanna. Mynd/Stefán

Leikir 21. umferðar Pepsi-deildar karla fara ekki allir fram á sama tíma eins og venjan er með næstsíðustu umferð Íslandsmótsins. Leikur ÍBV og Fylkis var í dag færður fram um einn dag og hefur verið settur á morgun klukkan 14:00.

„Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð slæmu veðri í Vestmannaeyjum á sunnudag og ólíklegt að leikhæft verði á þeim tíma er leikurinn er nú settur á. Þar sem um næstsíðustu umferð deildarinnar er að ræða verður leikurinn að fara fram um helgina," segir í frétt á heimasíðu KSÍ.

Leikurinn skiptir máli í baráttu Fylkismanna um annað sætið í deildinni en þeir eru nú þremur stigum á eftir KR. Eyjamenn eru búnir bjarga sér frá falli en eru nú jafnir Grindvíkingum í 9. og 10. sæti. Þeir eru reyndar með mun lakari markatölu.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×