Innlent

Grunaður um fíkniefnaakstur og þjófnað

Rólegt var hjá lögreglunni á landinu.
Rólegt var hjá lögreglunni á landinu.

Einn karlmaður var handtekinn á Suðurnesjum grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna í nótt. Lögreglan færði manninn á lögreglustöðina þar sem þvag- og blóðprufa voru teknar úr manninum. Í ljós kom að í bifreið mannsins mátti einnig finna þýfi.

Í framhaldi af þessu gerði lögreglan húsleit í húsnæði í Reykjanesbæ. Þar fannst lítilræði af maríjúana sem grunur leikur á að ökumaðurinn eigi. Húsáðandi var handtekinn í kjölfarið, en í ljós kom að hann vissi ekki af fíkniefnunum og tengdist málinu ekki.

Maðurinn sem ók bílnum er enn þá í haldi lögreglu.

Nóttin var að öðru leytinu til róleg hjá flestum lögregluembættum á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×