Enski boltinn

Thomas Vermaelen: Fabregas gerði allt til að ná þessum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Vermaelen fagnar marki með Fabregas fyrr í vetur.
Thomas Vermaelen fagnar marki með Fabregas fyrr í vetur. Mynd/AFP
Thomas Vermaelen hrósaði innkomu fyrirliða síns í 3-0 sigri Arsenal á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Cesc Fabregas kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk áður en hann fór meiddur af velli.

„Þetta var góður leikur hjá okkur og ég held að við höfum átt skilið að vinna. Aston Villa er ekki auðveldur mótherji og þetta eru því mjög góð úrslit fyrir okkur," sagði Thomas Vermaelen.

„Cesc Fabregas var frábær. Hann var búinn að vera að glíma við meiðsli síðustu tíu daga en gerði allt til þess að ná þessum leik. Hann er frábær leikmaður og gerði tvö mögnuð mörk," sagði Belginn.

„Við vorum betra liðið en náðum ekki að skapa okkur nægilega mikið af færum. Cesc Fabregas kom hinsvegar inn á og breytti því fyrir okkur," sagði Vermaelen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×