Þingmannalaus Borgarahreyfing fær tugi milljóna Magnús Már Guðmundsson skrifar 21. september 2009 15:38 Þrír af þeim fjóru þingmönnum sem Borgarahreyfingin hlaut í kosningunum í vor stofnuðu nýjan flokk fyrir helgi. Mynd/Vilhelm Borgarahreyfingin mun að öllum líkindum fá á þriðja tug milljóna á ári hverju út kjörtímabilið í opinber fjárframlög þrátt fyrir að vera án þingmanna. Formaður flokksins segir að peningarnir muni koma að góðum notum. Þeir stjórnmálaflokkar sem fengu að minnsta kosti einn þingmann eða meira en 2,5% atkvæða í síðustu þingkosningum fá úthlutað árlega fé úr ríkissjóði. Fjárhæðinni er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn en í fjárlögum þessa árs er heildarupphæðin sem rennur til stjórnmálaflokkana 371,5 milljónir króna. Borgarhreyfingin hlaut 7,22% atkvæða í þingkosningunum 25. apríl síðastliðnum sem tryggir flokknum tæplega 27 milljónir króna á ári haldist heildarupphæð fjárframlaga til stjórnmálaflokka óbreytt. „Það er liggur ljóst fyrir að Borgarahreyfingin lagði í kostnað við að koma þessum þingmönnum á þing og það er klárt að þessir fjármunir munu renna til hreyfingarinnar," segir Valgeir Skagfjörð, formaður Borgarahreyfingarinnar. Hann á von á því Alþingi dragi úr fjárframlögum til stjórnmálaflokka á næstunni vegna stöðu efnahagsmála. Engu að síður segir Valgeir að peningarnir muni koma að góðum notum. „Við erum með grasrótarstarf og stjórnmálastarf og það er ljóst að það koma aðrar kosningar. Við munum nýta þessa fjármuni til að reka hreyfinguna og gera hana öfluga." Hreyfingin fær einnig opinbert fé Borgarahreyfingin fékk fjóra þingmenn kjörna í kosningunum í vor en þeir hafa nú allir sagt skilið við flokkinn. Fyrir helgi tilkynntu þrír þeirra um stofnun nýs flokks sem fékk nafnið Hreyfingin. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi ekki áhrif á fjárframlag til þingflokks þingmannanna. Fjárframlög úr ríkissjóði renna annars vegar til stjórnmálaflokka og hins vegar þingflokka. Verði nýir þingflokkar til, eins og Hreyfingin, fá þeir úthlutað upphæðum úr ríkissjóði í samræmi við fjölda þingmanna. Upphæðin er þó mun minni en sú sem rennur beint til stjórnmálaflokkanna. Hún er 65 milljónir samkvæmt fjárlögum 2009 og skiptist á milli þingflokka eftir ákveðnum reglum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Borgarahreyfingin mun að öllum líkindum fá á þriðja tug milljóna á ári hverju út kjörtímabilið í opinber fjárframlög þrátt fyrir að vera án þingmanna. Formaður flokksins segir að peningarnir muni koma að góðum notum. Þeir stjórnmálaflokkar sem fengu að minnsta kosti einn þingmann eða meira en 2,5% atkvæða í síðustu þingkosningum fá úthlutað árlega fé úr ríkissjóði. Fjárhæðinni er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn en í fjárlögum þessa árs er heildarupphæðin sem rennur til stjórnmálaflokkana 371,5 milljónir króna. Borgarhreyfingin hlaut 7,22% atkvæða í þingkosningunum 25. apríl síðastliðnum sem tryggir flokknum tæplega 27 milljónir króna á ári haldist heildarupphæð fjárframlaga til stjórnmálaflokka óbreytt. „Það er liggur ljóst fyrir að Borgarahreyfingin lagði í kostnað við að koma þessum þingmönnum á þing og það er klárt að þessir fjármunir munu renna til hreyfingarinnar," segir Valgeir Skagfjörð, formaður Borgarahreyfingarinnar. Hann á von á því Alþingi dragi úr fjárframlögum til stjórnmálaflokka á næstunni vegna stöðu efnahagsmála. Engu að síður segir Valgeir að peningarnir muni koma að góðum notum. „Við erum með grasrótarstarf og stjórnmálastarf og það er ljóst að það koma aðrar kosningar. Við munum nýta þessa fjármuni til að reka hreyfinguna og gera hana öfluga." Hreyfingin fær einnig opinbert fé Borgarahreyfingin fékk fjóra þingmenn kjörna í kosningunum í vor en þeir hafa nú allir sagt skilið við flokkinn. Fyrir helgi tilkynntu þrír þeirra um stofnun nýs flokks sem fékk nafnið Hreyfingin. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi ekki áhrif á fjárframlag til þingflokks þingmannanna. Fjárframlög úr ríkissjóði renna annars vegar til stjórnmálaflokka og hins vegar þingflokka. Verði nýir þingflokkar til, eins og Hreyfingin, fá þeir úthlutað upphæðum úr ríkissjóði í samræmi við fjölda þingmanna. Upphæðin er þó mun minni en sú sem rennur beint til stjórnmálaflokkanna. Hún er 65 milljónir samkvæmt fjárlögum 2009 og skiptist á milli þingflokka eftir ákveðnum reglum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira