Enski boltinn

Mörg félög á eftir Crouch - Kauptilboð frá Sunderland

Ómar Þorgeirsson skrifar
Peter Crouch.
Peter Crouch. Nordic photos/AFP

Það er að myndast biðröð af félögum í ensku úrvalsdeildinni sem sjá framherjann hávaxna Peter Crouch sem vænlegan kost á leikmannamarkaðnum í sumar.

Enski landsliðsframherjinn er sagður óþreyjufullur yfir hægum breytingum á Fratton Park í sambandi við yfirtökuna á Portsmouth og vill losna frá félaginu sem fyrst.

Sunderland er þegar talið hafa lagt fram 13 milljón punda kauptilboð í leikmanninn en Fulham, Blackburn, Aston Villa og Tottenham er öll sögð líkleg til þess að gera slíkt hið sama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×